föstudagur, 14. febrúar 2014

Steikt grjón með eggjum

Steikt grjón

Á ferðalögum um Indland og Suðaustur Asíu hef ég ánetjast steiktum grjónum. Maður borðar á veitingastöðum á hverjum degi og í Indlandi t.d. er alltaf það sama á boðstólum á öllum veitingastöðum: indverskt, ítalskt eða kínverskt. Svo ég róteraði á milli nokkurra rétta og steikt grjón urðu yfirleitt fyrir valinu þegar ég var komin með nóg af masala og langaði í eitthvað svolítið salt en ókryddað.

Ég hef oft reynt að herma eftir þessum steiktu grjónum sem maður fékk á hinum ýmsu veitingastöðum á ferðalögunum, með misjöfnum árangri þó. Um daginn átti ég soðin grjón inn í ísskáp, og í staðinn fyrir að búa til grjónagraut eins og ég geri nánast undantekningalaust við grjón sem ég á inní ísskáp, þá ákvað ég að steikja grjónin.

Ég fylgdi leiðbeiningum sem ég fann á netinu um hvernig best er að bera sig að, en að öðru leyti notaði ég það sem ég átti í ísskápnum. Þetta kom alveg ljómandi vel út.

Þetta er sniðugur réttur ef maður á soðin grjón, að ég tali nú ekki um ferskt grænmeti. Gulrætur eru klassískar í þetta kombó. Sesamolían er ómissandi. Ekki halda að einhver önnur olía dugi til, bara sesamolían færir rétta bragðið í réttinn.

HVAÐ
2 msk sesamolía
1 rauðlaukur, fínt saxaður
2 gulrætur, í þunnum sneiðum
1 sellerístilkur, í þunnum sneiðum
Nokkur brokkolíblóm, smátt skorin
3 hvítlauksgeirar, marðir
3 egg, hrærð
2 msk tamari/sojasósa
2 bollar soðin grjón (helst dagsgömul)

HVERNIG
1. Hitið olíuna á pönnu.
2. Hendið út á lauk, gulrótum, sellerí og brokkolí. Leyfið að mýkjast aðeins í olíunni. Hafið heitt undir pönnunni (t.d. 5/6)
3. Bætið hvítlauknum útí og hrærið vel saman við.
4. Ýtið grænmetinu til hliðar á pönnunni og hellið eggjunum út á. Hrærið stöðugt í.
5. Þegar eggin eru því sem næst elduð í gegn, blandið þeim saman við grænmetið.
6. Bætið útí tamari/sojasósunni og hrærið saman við.
7. Hendið soðnu grjónunum út á, blandið vel saman við og hafið á hellunni þar til grjónin hafa hitnað í gegn (tekur bara örfáar mínútur).

Berið fram strax, gjarnar með ferskmeti eins og niðurskorinni papríku og gúrku og auka dash af tamari.

miðvikudagur, 12. febrúar 2014

Wall of Inspiration

Wall of Inspiration

Í byrjun vikunnar fylltist ég innblæstri og kláraði að setja saman þennan innblástursvegg. Viðeigandi að gera það á degi sem maður er innblásinn!

Þar sem við sóttum jógakennaranámið í Goa í Indlandi (Brahmani Yoga) var að finna stóra töflu sem stóð rétt fyrir utan anddyri aðaljógasalarins. Þar hafði stofnandinn, Julie Martin, sett upp myndir og tilvitnanir sem henni þóttu innblásandi, okkur hinum til uppörvunar. Það voru margar stundirnar þar sem ég var alveg útkeyrð eftir hitann, æfingarnar og áskoranir dagsins svo oft rataði ég að þessari töflu. Stóð þá og horfði og leitaði mér uppörvunar.

Ofan við þessa töflu stóð Wall of Inspiration, eða Veggur innblásturs. Ég hef sjálf verið að safna saman tilvitnunum sem mér finnast hvetjandi og minna mig á hvað mig skiptir máli og hvert ég vil stefna. Ég ákvað að útbúa minn eiginn Wall of Inspiration.

Ég prentaði út af Pinterest myndir og tilvitnanir sem töluðu til mín, auk þess sem ég útbjó nokkrar tilvitnanir sjálf. Prentaði þær síðan út, klippti og límdi á blöð. Hengdi upp, tók skref til baka og virti fyrir mér dagsverkið.

Innblástur og uppörvun. Á veggnum mínum. Eins og að hafa áttavita í höndunum og klappstýru mér við hlið.

Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration

mánudagur, 10. febrúar 2014

Helgarpistillinn

Við fórum í smá bæjarferð þessa helgina. Við keyptum okkur strætókort í síðasta mánuði (#þvílíkurlúxus! #bæbæhjól #sæjonaraGulsetbrekka) og síðan þá erum við búin að njóta þess að rúnta um í hlýjum vagninum. Svo föttuðum við að við gætum heimsótt nágrannabæinn Porsgrunn ef við kærðum okkur um, en því nenntum við aldrei á hjólunum.
 
Aðalaðdráttaraflið í Porsgrunn fyrir okkur voru súpermarkaðirnir Coop Extra og ICA. Við verslun iðullega í hverfisversluninni okkar og þurfum að gera okkur að góðu takmarkað úrvalið þar. En hér! Svo mikið til! Við vorum eins og krakkar í dótabúð, enda komum við heim með poppvél.
 
Þegar við snerum heim úr leiðangrinum hafði snjóað uppá Gulset. Við sporuðum út þennan nýfallna snjó og fórum inn að búa til baunaborgara. Skiptum kjúklingabaunum út fyrir adukibaunir og þeir urðu geggjaðir.
 
Poppuðum síðan í nýju vélinni og köfnuðum næstum þegar þurrt poppið festist í hálsinum. Meira smjör, pottþétt meira smjör.

Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Blue Steel í búðinni
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Hvað sagði ég ekki? Úrval!
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Lompur & lefsur
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Smurðar lefsur og kakómjólk
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Rósir fyrir mæðradag
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Gulset
 
Fótspor á jörðu
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Baunabuff í verkun
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Adukibaunabuff
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Aðeins að kíkja í vinnuna
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Lítil en öflug
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Grískar ólívur
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Ofnbakað chili spagettí

föstudagur, 7. febrúar 2014

Linsutaco í pítubrauði

Linsutaco
 
Hér kemur uppskrift sem er búin að halda í okkur lífinu í vetur.
 
Ok, kannski svolitlar ýkjur hér á ferð. 'Halda í okkur lífinu'... það væri kannski réttara að lýsa uppskriftinni sem uppáhaldi vetrarins.
 
Þegar við bjuggum á Lovund kynntumst við því hvernig Norðmenn borða taco. Í pítubrauðum! Það þótti okkur sérkennilegt, en eftir að hafa prófað það erum við forfallnar pítubrauðsætur.
 
Hér áður fyrr bjuggum við alltaf til tacoið úr sveppamassa frá Quorn en síðan fórum við að lenda í vandræðum með að verða okkur út um hann. Þegar sveppamassinn góði hafði ekki fengist í búðum í fleiri vikur tók mín til sinna ráða, bretti upp ermar og henti sér af fullum krafti í að búa til massa úr linsubaunum sem gæti komið í staðinn.
 
Og viti menn, það gekk! Síðan þá höfum við ekki keypt sveppamassann.
 
HVAÐ
200 g brúnar linsur, þurrar (litlar, brúnar linsur með mattri áferð)
1 stór sveppur (50 g), saxaður
1 lítill laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, marðir
2 tsk papríkuduft
smá season all
ca 1 bolli vatn,
1 pakki Taco krydd úr pakka
 
Meðlæti: Rifinn ostur, sýrður rjómi, fínt söxuð gúrka, maísbaunir, avókadó í bitum, taco sósa.
 
HVERNIG
1. Leggið linsurnar í bleyti í 2-6 tíma. Þetta styttir eldunartíma og vatnsmagn í uppskrift miðar við að linsur hafi verið lagðar í bleyti. Skolið linsurnar síðan vel og tínið frá þær sem eru ljótar að sjá.
2. Steikið laukinn á pönnu í 4-6 mín. Bætið þá við hvítlauknum og steikið áfram í 2-3 mín.
3. Bætið út í sveppnum/sveppunum og hrærið vel saman við laukinn.
4. Setjið út á papríkuduft og season all, blandið og leyfið að steikjast áfram í 2 mín.
5. Hellið sem samsvarar einum bolla af vatni út á linsurnar, þangað til rétt flýtur yfir þær. Látið suðu koma upp undir loki, lækkið svo á meðalhita og sjóðið undir loki í 20 mín.
6. Smakkið linsurnar til að 20 mín. liðnum. Ef þær eru mjúkar eru þær tilbúnar. Síðasta skrefið er að bæta taco kryddinu út í og leyfa því að ganga inn í linsurnar í 10 mín. á vægum hita. Ef linsurnar eru þurrar er ráð að bæta 1-2 dl af vatni með kryddinu og hræra vel saman.
7. Hitið pítur í ofninum. Raðið svo öllu sem á að fara ofan í á disk, hrærið vel saman og skellið ofan í pítuna.
 
Ekta laugardags!
 
Linsutaco
 
Linsutaco
 
Linsutaco
 
Linsutaco
 
Laugardagstaco

fimmtudagur, 6. febrúar 2014

Myndir vikunnar (#6)

Indverskur pottréttur

Indverskt karrý, jömmílisjös

Myndir úr viku 6

Svangur!

Myndir úr viku 6

Áhugamálin

Myndir úr viku 6

Steikt grjón

Steikt grjón

Auðveldara verður það ekki

Myndir úr viku 6

Glápt á Frasier

What comes is called

Hugleiðing vikunnar

Myndir úr viku 6

Á leið í hugleiðslu

Myndir úr viku 6

Hrökkbrauð og kakómalt (og piparkökur í boxi)

Blundur

Þreyttur!

Hvítt

Á gítarnum

Á gítarnum

Myndir úr viku 6

Hræri í kaffimöffins

Myndir úr viku 6

Myndir úr viku 6

mánudagur, 3. febrúar 2014

Helgarpistillinn

Það er eitthvað afskaplega ljúft við það að skrásetja helgarnar sínar. Það verður meira úr helgunum en ella þegar markmiðið er að skjalfesta þær, auk þess sem maður temur sér að sjá það fallega í hvunndeginum. Myndir af hvunndegi eru einmitt mitt uppáhald, eins og mjög augljóst er hér að neðan.
 
Þessi helgin var uppfull af skemmtilegum hversdagshlutum eins og föstudagspizzu, brauði með eggi, kakó í bolla, taco í pítu og sunday brunch.
 
Ef maður andar nógu djúpt finnur maður lyktina af næstu helgi nú þegar. En þangað til, gleðilegan mánudag!
 
Kós á föstudegi
 
Föstudagspizzan
 
Föstudagspizzan
 
Föstudagspizzan
 
Föstudagspizzan
 
Föstudagspizzan
 
Föstudagspizzan
 
Laugardagstaco
 
Laugardagstaco
 
Sunnudagsbrunch
 
Sunnudagsbrunch
 
Sunnudagsbrunch
 
Mantran 2014