föstudagur, 25. apríl 2014

Hjólatúr í franskri sveit

Í gær fórum við í æðislegan hjólatúr út frá Blois. Við hjóluðum í gegnum skóga og sæt smáþorp á milli þess sem við svifum meðfram grænum ökrum og engjum.

Við hjóluðum að Château de Cheverny en létum vera að fara inn. Að utan er húsið voldugt og reisulegt, og mér varð hugsað til Downton Abbey þegar við stóðum fyrir framan höllina.

Á bakaleiðinni villtumst við aðeins og lentum í smá rigningu, en síðan kom sólin aftur fram og þerraði okkur að nýju.

Um kvöldið borðuðum við á litlum lókal stað sem aðeins er opinn frá fimmtudegi fram til sunnudags.

Ljósmyndarinn að störfum

Ljósmyndar að störfum
 
Í Blois

Kirkja í Blois
 
Á leið í hjólatúr meðfram Leiru

Á brúnni með kortið
 
Gulur akur
 
Vegmerkingar fyrir hjólafólk

Stöðvunarskylda fyrir hjólreiðafólk
 
Í hjólatúr
 
Drumbar
 
Hjólagarpar
 
Hjólagarpar
 
Gallette

Hádegismatur
 
HÆ!
 
Sveitaveitingastaður
 
Matseðillinn

Le menu
 
Dessert

Le désert

fimmtudagur, 24. apríl 2014

Leonardo da Vinci + Amboise

Síðustu ár ævi sinnar bjó Leonardo da Vinci í Château du Clos Lucé, frá 1516 og til dauðadags (1519). Hann bjó þar í boði Francis I. sem vildi þau laun ein í skiptum að fá að hlusta á samræður hans við aðra merka menn.

Í gær heimsóttum við þennan síðasta bústað Leonardo. Gengum einnig um garðinn hans þar sem hann hafði plantað rótargrænmeti og jurtum. Vissuð þið að hann var grænmetisæta? Það er sérstaklega minnst á það þegar maður gengur í gegnum eldhúsið.

Í kjallara hússins er yfirlit yfir helstu uppfinningar hans og í garðinum hefur mörgum uppfinninganna verið komið fyrir svo gestir geti spreytt sig á þeim. Virkilega skemmtilega útfært, og fallegur garðurinn.

Hugsa sér, nú hef ég gengið í fótspor Leonardo da Vincis!

Við fengum okkur hádegismat í elsta bakarí bæjarins Amboise. Quiche með salati. Og Orangina. Maður er nú einu sinni í Frakklandi.

Á rúntinum um dalinn eftir hádegismat enduðum við í lítilli gróttu þar sem vínbóndi selur vínin sín. Á þessum slóðum hafa fjölmargir hellar verið grafnir inn í sandsteininn og þar eru vínflöskurnar geymdar, fjarri hitasveiflum.

Pabbi og Hulda fengu fyrirlestur um vínin sem voru í boði, hvernig uppskeran hafði verið, hvernig vínið smakkaðist með tilliti til árferðis og ég veit ekki hvað.

Guði sé lof að þau keyptu tvær flöskur af manninum.

Í Amboise

Í Amboise
 
Pouvez-vous m'aider?

Pouvez-vous m'aider?
 
Fyrsta tilraun

Stillir sér upp
 
Hulda kemur og stillir upp

Nei, vertu svona!
 
Svona já!

Þett' er betra!
 
Miði inn á síðasta heimili Leonardo da Vinci
 
Heima hjá Leo da Vinci

Stofa Leo
 
Heima hjá Leo da Vinci
 
Í garði Leonardo da Vincis

Í garði Leonardos
 
Uppfinning da Vincis

Vinda
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Í Amboise
 
Quiche Lorraine + Orangine

Quiche með blaðlauk
 
Untitled
 
Tómatar
 
Smakka rósavín

Í vínhellinum
 
Val de Loire
 
Untitled
 
Flöskubotnar
 
Keypt
 
Untitled
 
Flöskur á tunnu

miðvikudagur, 23. apríl 2014

Dalur hallanna

Í gær voru það hallir Frakklands sem við tókum fyrir. Heimsóttum tvær: Château de Chambord og Château de Chaumont.

Sú fyrri er stærsta höllin í Leirádalnum og var reist sem veiðikofi fyrir François I. Veiðikofi! Þessi líka risakastali! Við fórum ekki inn heldur létum okkur nægja að ganga um grundirnar og borða hádegismat í nágrenninu.

Sú seinni er algjör Þyrnirósarhöll, beint úr miðaldarævintýri. Catherine de Medici bjó í höllinni um tíma og bauð þangað þekktum stjörnufræðingum, þeirra á meðal Nostradamus. Hugsa sér, ég hef gengið um sömu gólf og Nostradamus!

Þessar tvær hallir eru bara toppurinn á ísjakanum, það sér ekki högg á vatni þó maður hafi þær tvær undir beltinu. Það eru hátt í 50 hallir í Val de Loire.

Við erum í dal hallanna, það er ekkert vafamál.

Château de Chambord

Château de Chambord
 
Untitled
 
Untitled
 
Á leið upp að Château de Chaumont

Á leið upp að Château de Chaumont
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
 Catherine de' Medici

Catherine de Medici
 
Untitled
 
Herklæði
 
Dekkað borð
 
Samræðusófi

Samræðusófi
 
Inní höllinni
 
Untitled
 
Hulda að ljósmynda

Ljósmyndari að verki
 
Untitled

Útsýni yfir Leirá
 
Untitled

Kapellan
 
Untitled
 
Untitled
 
Fyrir framan höllina
 
Untitled
 
Untitled

Hvar er Baldur?
 
Chateau d'Amboise