miðvikudagur, 23. apríl 2014

Dalur hallanna

Í gær voru það hallir Frakklands sem við tókum fyrir. Heimsóttum tvær: Château de Chambord og Château de Chaumont.

Sú fyrri er stærsta höllin í Leirádalnum og var reist sem veiðikofi fyrir François I. Veiðikofi! Þessi líka risakastali! Við fórum ekki inn heldur létum okkur nægja að ganga um grundirnar og borða hádegismat í nágrenninu.

Sú seinni er algjör Þyrnirósarhöll, beint úr miðaldarævintýri. Catherine de Medici bjó í höllinni um tíma og bauð þangað þekktum stjörnufræðingum, þeirra á meðal Nostradamus. Hugsa sér, ég hef gengið um sömu gólf og Nostradamus!

Þessar tvær hallir eru bara toppurinn á ísjakanum, það sér ekki högg á vatni þó maður hafi þær tvær undir beltinu. Það eru hátt í 50 hallir í Val de Loire.

Við erum í dal hallanna, það er ekkert vafamál.

Château de Chambord Untitled Untitled Á leið upp að Château de Chaumont Château de Chaumont Untitled Château de Chaumont Catherine de' Medici Untitled Herklæði Dekkað borð Samræðusófi Inní höllinni Untitled Hulda að ljósmynda Untitled Untitled Untitled Untitled Fyrir framan höllina Untitled Hvar er Baldur? Château de Chaumont

Engin ummæli: