laugardagur, 26. apríl 2014

Til Parísar via Orléans

Í gær kvöddum við Blois og Leirádalinn, héldum til Parísar.

Við áðum í borginni Orléans og fengum okkur morgunmat hjá fúllyndum bakara. Gengum smá hring um miðbæinn, skoðuðum nokkrar bækur á bókamarkaði á aðaltorginu.

Þegar við renndum inn í París heilsaði Eiffel turninn okkur. Við fórum inná Périphérique sem er hraðbrautin sem liggur kringum borgina. Þó það hefði verið gaman að rúnta hringinn í kring létum duga að keyra smá bút úr hraðbrautinni og keyrðum af til að komast inn í 9. hverfi (9e arrondissement).

Við komum okkur fyrir í íbúð á Rue Jean-Baptiste-Pigalle sem er rétt fyrir neðan Pigalle metróstöðina. Síðan röltum við upp á Sacre Coeur og gengum í þögn hring inní kirkjunni með öllum hinum ferðamönnunum.

Gengum einnig að sjálfsögðu um Montmarte þar sem listamennirnir sitja með trönurnar sínar. Þar stóð einn við trönunar sínar sem ábyggilega hafði verið klipptur út úr skopmyndabók; með þykkt yfirvaraskegg og úfinn lubba á höfði.

Svo fundum við makkarónur. Þá fórum við ekkert lengra þann daginn.

Miðbær Orléans
 
Miðbær Orleáns
 
Viggó viðutan
 
Ástríkur og Steinríkur
 
Jóhanna af Örk
 
Sporvagn
 
Oréans
 
Komin til Parísar!
Rauða myllan
 
Á röltinu
 
Metróið
 
Makkarónur
 
Montmarte
 
Vinir
 
Montmarte
 
Montmarte
 
Montmarte
 
Hæ
 
Í Listamannahverfinu
 
Trönur og litir
 
Þjóninn kemur
 
Matseðill
 
Margaríta
 
Á kaffihúsi
 
Eiffel turninn í fjarska
 
Séð yfir París frá Montmarte
 
Sacre Coeur
 
Untitled
 
Marokkó!
 

París!
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Karakter
 
Untitled
 
Í Listamannahverfinu
 
Untitled
 
Montmart bússinn
 
Póstkort
 
Póstkort
 
París
 
Sacre Coeur
 
Untitled
 
Alltaf sami apinn
 
Í Pigalle hverfi
 
Untitled
 
Makkarónur
 
Untitled
 
Sítrónur
 
Fíkjur
 

Engin ummæli: